Aumingja Steingrímur

Það er sorglegt að horfa upp á Steingrím J. Sigfússon, sem ég hélt eitt sinn að væri hugsjónastjórnmálamaður, tala fyrir máli eins og þessu sem hann hefur greinilega enga trú á. Hann hefur ekki einu sinni dug í sér til þess að horfa framan í fréttamenn þegar hann lýsir kostum þessa máls.

Svo fylgir auðvitað alltaf hinn sígildi hræðsluáróður vinstri manna: "...geti menn líka gefið sér tíma til að hugleiða hvaða afleiðingar það hafi ef þetta verði ekki samþykkt." Hverjar eru afleiðingarnar ef við samþykkjum þetta ekki? Það hefur hvergi komið fram heldur hafa þau Jóhanna talað um þetta mál frá upphafi eins og þetta sé eini hugsanlegi kosturinn í stöðunni. Því trúi ég varla - það eru alltaf tveir kostir.

En úr því það kemur hvergi fram hvað gerist ef við samþykkjum þetta ekki, þá má auðvitað ætla að Samfylkingin telji það skaða stöðu okkar gagnvart ESB ef við borgum ekki, sem er líklega rétt hjá þeim en væri þá að sama skapi frábært að mínu viti. Aðstæðurnar í ESB eru engu betri en hér, sérstaklega ef við tökum þá afstöðu að greiða ekki Icesave.

Ef við sleppum Icesave greiðslunni þá leysum við bara í rólegheitum úr okkar málum hér heima og komum okkur á réttan kjöl eins fljótt og hægt er. Ef við göngumst undir þennan samning, þá verður upprisan mun hægari og von á öðru efnahagshruni hér eftir 7 ár.

Gerandi ráð fyrir að þessi stjórn falli fyrr en síðar, þá kemst hún kannski til valda aftur í þeirri efnahagskreppu.


mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Ef við sleppum Icesave greiðslunni þá leysum við bara í rólegheitum úr okkar málum hér heima og komum okkur á réttan kjöl eins fljótt og hægt er. Ef við göngumst undir þennan samning, þá verður upprisan mun hægari og von á öðru efnahagshruni hér eftir 7 ár."

Hefur þú misst af einhverju í umræðunni ??????

Jón Ingi Cæsarsson, 12.6.2009 kl. 15:25

2 identicon

Bilunin er með slíkum eindæmum að til eru þingmenn sem ætla að skrifa undir samning sem þeir hafa aldrei lesið og fá ekki að lesa vegna þess að þeir sem eru að kúga þjóðina Bretar og Hollendingar banna að innihald samningsins er kunngert.

Er allt í lagi með ríkisstjórnarþingmennina?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:16

3 Smámynd: Davíð Gunnarsson

Ég hef eflaust misst af ýmsu Jón Ingi, en ég veit að við stöndum betur en margar þjóðir og getum verið fljótari út úr kreppunni en flestir. Það er 15 milljónir atvinnulausra í ESB - hjálpar það okkur mikið að bæta okkur í þann pott?

Ég verð að vera ósammála Sigurbjörg - ég held að stjórnmálamenn í eðli sínu þurfi að vera óheiðarlegir til þess að sinna starfi sínu. Það hefur sýnt sig að þeir viðurkenna afar sjaldan mistök, kunna ekki að skammast sín (sbr. dæmda glæpandi sem sitja á þingi) og vilja gera hvað sem er til að halda völdum. Þar er SJS engin undantekning.

Ég held einmitt að það sé alls ekki í lagi með stjórnarþingmenn - þeir telja sig geta troðið þessu ofan í kokið á þjóðinni einn, tveir og geir, en það er ánægjulegt að sjá að þjóðin virðist ekki ætla láta segjast. 

Davíð Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband