Frelsið er yndislegt

Færslan hér á undan ýtti við fleirum en ég átti von á. Vissulega var titillinn til þess fallinn að vekja viðbrögð, þó frekar hjá Dönum en Íslendingum reyndar. En það er áhugavert að sjá mismálefnalegar athugasemdir frá þeim sem eru fullir reiði og í mörgum tilvikum á hún rétt á sér.

Ég hélt þó í einfeldni minni að færsla sem þessi myndi ekki vekja þessi viðbrögð sem raun ber vitni, því megininntakið í henni er í raun að það var gaman að vinna hjá Kaupþingi. Eins og ég sagði áður fór augljóslega margt úrskeiðis en það breytir því ekki að um árabil gekk rekstur bankans afar vel og um tíma nálgaðist hann jafnvel að vera óskabarn þjóðarinnar - en því virðast allir hafa gleymt.

Ég hélt líka í sömu einfeldni að það væri skoðanafrelsi á Íslandi og þá sérstaklega á netinu. Því er hins vegar ekki fyrir að fara og menn sem eru ekki sátt við viðhorfið mitt ganga sumir frekar langt í því að koma andstæðum skoðunum sínum til skila, með misskynsamlegum hætti þó. En gott og vel, ég kippi mér ekki upp við það.

Þegar fjármálakerfið á Íslandi hrundi missti ég allan lífeyrissparnaðinn minn (sem var fjárfest í hlutabréfum í Kaupþingi) auk þess sem ég tapaði þeim fáum hlutabréfum sem ég átti í bankanum og hafði keypt fyrir sparnað. Í kjölfarið missti ég svo vinnuna og vegna erlendra fasteignalána skulda ég í dag meira en mér endist ævin til að greiða upp.

Þrátt fyrir þetta sé ég fáar ástæður fyrir því að leita uppi þær örfáu jákvæðu sálir sem hugsanlega finnast á þessu landi og rakka þær niður fyrir að segja skoðun sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Misskilningur þinn er í því fólginn að rekstur Kaupþings hafi gengið "afar vel" um árabil. Hann flaut um tíma ofan á verðbólu, þegar íslenska krónan var ofmetin og íslensk fyrirtæki sömuleiðis. Margt sem bankinn gerði orkar vægast sagt tvímælis og annað var sennilega lögbrot.

Það getur líka verið gaman að vera í sértrúarsöfnuði, alla vega í byrjun. Það þýðir ekki að söfnuðurinn hafi haft rétt fyrir sér.

Svala Jónsdóttir, 24.8.2009 kl. 14:13

2 identicon

Svala Jónsdóttir.........sinn er nú hver sértrúarsöfnuðurinn. 

Þeir sem ekki eru sammála Agli Helga og álíka kumpánum og kjósa að jarma ekki í kór með þeim þurfa ekki að vera í sértrúarsöfnuði.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:37

3 identicon

Tap þitt er súrt. En Hitler var eitt sinn óskabarn Þýsku þjóðarinnar... þessi titill er ekki eilífur og reynist oft rangt og illa metinn.

Gangi þér samt vel.

runar (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 17:49

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Fanturinn þinn, búinn að æsa upp allt þetta "rétsýna" fólk....

Einhver Ágúst, 24.8.2009 kl. 23:41

5 Smámynd: Margrét Lúthersdóttir

Held að fólk sé aðallega að reyna að koma því á framfæri að þessi uppgangur sem þú talaðir um var allur feik, hann var ekki til, hann var byggður á sandi og hrundi eftir því.

Annars er ekkert að því að vera jákvæður, en það er stór munur á því og afneitun.

Margrét Lúthersdóttir, 25.8.2009 kl. 11:35

6 identicon

Skil þig. Bankarnir hefðu vel geta gengið,þeir voru bara ekki orðnir nógu rótgrónir og

höfðu ekki yfirvöld sem gátu gert vinnu sína, þetta eru yfirvöld sem fólkið í landinu 

kaus. Sama fólkið og er búið að fá út reiði sýna á þér. En það ætti að ath af hverju 

það er svona reitt,en það er auðveldara að ráðast á einhvern annan en sjálfan sig.

Þau eru reið því það kann ekkert annað,þau eru hjálparvana,hræddar litlar sálir 

sem bíða hinumeigin við hliðið í örvæntingu um að einhver lyfti þeim upp. Og þú átt

að vorkenna þeim,veit það er erfitt. En settu þig í þeirra spor,þar sem þau standa 

og hugsa um hvað lífið er óréttlátt og hvað einhverjir aðrir eru búnir að gera þeim

án þess að þau geti rönd við reist. Mundir þú ekki verða reiður líka?? Alveg eins og

Hitler, hann fór ekki einn í stríð en hann er einn um að taka sökina. Svo ekki taka

þetta nærri þér félagi og vertu frekar Hittler en ekki neitt.

persóna (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:31

7 identicon

þú segir:

"Eins og ég sagði áður fór augljóslega margt úrskeiðis"

Ég leiðrétti :  Það fór allt úrskeiðis.  Ef allt fór úrskeiðis.  Hvað var þá rétt gert allan tíman sem Kaupþing var á lífi?

Annars er ekkert grín að þú misstir allt þitt og skuldir mikið.  En Þessi vinnustaður þinn var eiginlega bara tálsýn allan tíman.  Því miður.

jonas (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 19:15

8 identicon

Edison var í blaðaviðtali eftir að hafa reynd að búa til ljósaperu lengi án árangurs og var spurður hvernig hann héldi út að reyna og reyna 1000 sinnum og alltaf mistókst það. Edison horfði hissa á blaðamanninn og sagði: Mistök? Það eru enginn mistök,ég er búinn að læra 1000 aðferðir hvernig á EKKI að búa til ljósaperu.

Mér datt þessi saga í hug. Sem er sönn. Þegar ég las það sem jonas skrifaði.

Ef bara við hefðum fleirri Edison og færri jonasa.

persóna (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 20:09

9 identicon

@persona.

Veit ekki alveg hvað þú ert að fara .  En ég býst við að þú sért að reyna að líkja því saman að byggja upp banka annarsvegar og vera þrautseigur og ná loksins að búa til alvöru ljósaperu  hinsvegar.

Guð forði okkur nú frá því að það þurfi 1000 tilraunir til að reka banka á íslandi sómasamlega

Ég myndi nú persónulega ekki líkja Bankastjórum bankanna þriggja við Thomas Alvar Edinson.  Og ég myndi líka ALLS ekki líkja þeim við mig.

Ég er engin svartsýnisgaur.  Það er munur á svartsýni og heilbrigðri skynsemi.  Hvað þá ef skynsemina vantar og SIÐFERÐIÐ.

Bjartsýniskveðja á framtíðina

jonas (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband