Það var þá aldrei

Merkilegt hvað menn eru stundum lengi að finna upp hjólið. Akureyringar eru þó í það minnsta búnir að átta sig á því að almenningssamgöngur eru einfaldlega útgjöld fyrir hið opinbera - hvort sem því líkar betur eða verr. Þá er einmitt skynsamlegt að hafa þær ókeypis eða rukka lágmarksgjald til þess að þær þjóni tilgangi sínum og flytji sem flest fólk fyrst þær eru til staðar á annað borð. Annað hvort það er leggja þær niður.

Yfirvöld í Reykjavík virðast seint ætla að átta sig á þessu, hvort heldur er R-listi eða D-listi við völd. Illa gengur að reka almenningssamgöngur í Reykjavík, fáir nýta sér þær og þess vegna er borgin að drukkna í bílum. Er hugsanlegt að þetta sé vegna þess að stakt fargjald í strætó kostar 280 krónur? Ekki nóg með það heldur er hækkun á næsta leyti.

Þegar ég tók strætó fyrst 10 ára kostaði 15 krónur í strætó. Það hækkaði í 17 krónur skömmu seinna og þótti nóg um. Frá þessum tíma hefur almennt verðlag hækkað um 80% sé notast við vísitölu neysluverðs. Fargjaldið í strætó hefur hækkað um ca. 1.766% eða u.þ.b. átjánfaldast. Svo eru allir rosalega hissa á að enginn fari í strætó...


mbl.is Farþegum strætisvagna á Akureyri stórfjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svansson

Velkominn - en ættirðu þú ekki að vera að gera persónulegan lista eða eitthvað svoleiðis?

Svansson, 24.1.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Davíð Gunnarsson

Eflaust á ég að vera að því, en ég hélt að þessar kosningar væru bara í pokanum án fyrirhafnar - það var amk kosti þannig ég var þarna upp á mitt besta

Davíð Gunnarsson, 25.1.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband