Solla í undralandi

Get ekki orða bundist. Verð að taka undir orð forsætisráðherra um seinheppni Ingibjargar Sólrúnar í dag. Hún talaði á Alþingi um slæmt ástand í efnahagsmálum, miklar skuldir heimilanna og viðhafði almennar dómsdagsyfirlýsingar. Reyndar er þetta kannski að vissu leyti hlutverk stjórnarandstöðunnar en fyrr má nú aldeilis fjarvera.

Eins og forsætisráðherra sagði talar Ingibjörg svona einmitt þegar Kaupþing, Glitnir og Straumur skila uppgjörum sem sýna fram á mikinn styrk bankanna þrátt fyrir umrótatíma í efnahagslífinu á síðasta ári.

Auk þess talaði Ingibjörg um skuldir heimilanna og að þær hafi aukist um 1000 milljarða frá árinu 1995 - á 12 árum. Mér þætti áhugavert að vita hvort þessar tölur séu leiðréttar fyrir mannfjölda og verðbólgu eða hvort um einfaldar heildartölur sé að ræða. En umfram allt gleymir Ingibjörg því lykilatriði að ekki er hægt að tala um skuldir án þess að tala um eignir. Líklega hefur skuldsetning heimilanna aukist en þó ekki gott að segja hversu mikið.

Aðalatriðið er það að eignir heimilanna hafa aukist gríðarlega á sama tímabili vegna hækkunar fasteignaverðs. Eins og Ingibjörg sagði réttilega er stærstur hluti skuldanna verðtryggður og því mest fasteignalán. Það má því gera ráð fyrir að eignaaukning komi að næstum öllu leyti á móti umræddri skuldaaukningu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingibjörg Sólrún virðist nokkuð óstyrk á svellinu í umræðu um efnahagsmál, þrátt fyrir mikla og langa reynslu í stjórnmálum. Ég tek því enn undir orð forsætisráðherra, lokaorð hans í ræðustól á þingi í dag, því Solla lifir svo sannarlega í Undralandi.


mbl.is Forsætisráðherra: Íslenskt efnahagskerfi níðsterkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín María

já, blessuð efnahagsmálin, þau eru vandmeðfarin. Hvernig helduru að þetta fari taki vinstristjórn við í vor?

Kristín María , 1.2.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Davíð Gunnarsson

Góð spurning - svo góð að tilefni var til bloggfærslu og jafnvel fleiri þegar fram líða stundir

Davíð Gunnarsson, 1.2.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband