9.2.2007 | 10:06
Alltaf sárt að tapa
Góð frammistaða í Stúdentaráði og frábær kosningabarátta dugði ekki til þess að sannfæra stúdenta um að kjósa Vöku að þessu sinni. Vissulega voru rúmlega 1.600 manns sem veittu Vöku atkvæði sitt, en það dugði ekki til, þó litlu munaði.
Líklega rétt að óska Röskvu til hamingju með sigurinn - tók ekki nema 5 ár að endurheimta Stúdentaráð frá því við unnum svo eftirminnilega með fjórum atkvæðum árið 2002, árið eftir með tæplega 600 og með um 400 atkvæðum árið 2004. Vaka hefur átt 4 formenn Stúdentaráðs af síðustu fimm og hagsmunabarátta stúdenta var á þessum tíma rifin upp úr þeirri lægð sem hún hafði verið í þar áður frá árinu 1991.
Það var sérlega súrt að upplifa þetta beint í æð, því sá sem þetta ritar eyddi nóttinni í að telja atkvæðin og svaf í tvo tíma. En það þýðir lítið að svekkja sig á þessu, heldur skal horfa björtum augum fram á veginn og bera höfuðið hátt. Vaka stóð sig vel og séu stúdentar ekki sannfærðir er það þeirra vandamál. Röskva fær nú tækifæri til þess að sanna sig og vonandi nýtir hún það, því það eru jú hagsmunir stúdenta sem skipta mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft.
Súrt að tapa en svona er víst lífið - you win some, you lose some.
Að lokum, aldrei fara á Hressó aftur - í það minnsta mun ég aldrei stíga fæti þangað inn framar.
Röskva hlaut flest atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað gerðist á Hressó?
Svansson, 9.2.2007 kl. 12:02
Ég hef bara tekið þá ákvörðun að fara aldrei framar á Hressó og ráðlegg fólki að gera slíkt hið sama.
Davíð Gunnarsson, 9.2.2007 kl. 13:36
Sammála! Aldrei framar á Hressó.
Bríet (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.