13.2.2007 | 15:41
Skyldi engan undra
Kennarar mótmæla og ekki veitir af. Ég er alltaf tilbúinn til þess að styðja kjarabaráttu þeirra sé hún háð af skynsemi eins og jafnan er raunin. Kennarastarfið er líklega eitt hið vanmetnasta á Íslandi á öllum skólastigum en skiptir þó gríðarlegu máli þegar öllu er á botninn hvolft.
Menntun í þjóðfélaginu er grundvöllur hagvaxtar og almennra framfara og nánast má segja að aldrei sé of miklu fé varið til þessara málefna. Launakjör kennara eru til skammar og hafa verið það frá því ég man eftir mér og þetta á við um grunn-, framhalds- og háskólakennara. Þetta eru ólíkir hópar með ólíka hagsmuni en allir skipta miklu máli í menntun fólks á mismunandi stigum.
Stjórnvöld eiga að geta séð sóma sinn í því að búa vel að kennurum hvort sem þeir mennta börn, unglinga eða fullorðið fólk. Allir eiga að hafa aðgang að menntun á öllu stigum án þess að þurfa að greiða fyrir það háar fjárhæðir. Með þessu orðum er ég þó ekki að andmæla einkaskólum því þeir eru sannarlega af hinu góða. Stjórnvöld verða þó að gefa öllum sem vilja kost á því að stunda nám.
Reyndar hef ég líka þá skoðun að ríkið eigi að sjá öllum fyrir heilbrigðisþjónustu sem rekin er sómasamlega fyrir skattfé og Landspítalinn á ekki að þurfa að líða það fjársvelti sem hann gerir í dag - það er þó önnur saga.
Kennarar mótmæla launum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll gamli vinur.
Álpaðist á bloggið þitt óvart. Gaman að sjá að þú ert með pólitíkina á hreinu :)
Bið að heilsa heim.
Jóhann Ari Lárusson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 18:29
Nei sko...ár og dagar...en já, maður reynir að hafa þessa hluti á hreinu, svona nokkurn veginn amk :)
Davíð Gunnarsson, 21.2.2007 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.