5.3.2008 | 12:42
Hvað eru stimpilgjöld?
Spratt upp umræða um stimpilgjöld í vinnunni í dag - óskiljanleg gjöld með öllu. Þetta eru leifar frá gamalli tíð sem gegna því eina hlutverki að bægja fólki frá of mikilli lántöku. Að þurfa að greiða 1,5% af upphæð láns til ríkisins, fyrir það eitt að fá lánið, er ekkert annað en stýring af hálfu ríkisins.
Það er eiginlega ótrúlegt að þessi gjöld hafi ekki verið afnumin í valdatíð Sjálfstæðisflokksins - þetta hefði átt að vera eitt af fyrstu verkum hans árið 1991. Hins vegar er þetta víst núna í stjórnarsáttmálanum og það verður mjög áhugavert að fylgjast með því hvort staðið verður við loforð um að afnema stimpilgjaldið. Það á ekki að bíða með það eða gera það þegar Sjálfstæðisflokknum hentar - bara núna og það strax.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.