9.4.2008 | 08:05
Hvenær er komið nóg?
Ég fór Reykjanesbrautina inn í bæ í morgun eins og aðra morgna og stuttu eftir Grindavíkurafleggjarann sá ég röð að byrja að myndast við Vogaafleggjara - enn eitt slysið á sama stað. Við máttum sitja þarna í 40 mínútur, sem skipti þó engu máli, því þarna voru tveir bílar í rúst og lítur út fyrir að margir séu slasaðir. Enn eitt stórslysið og öllum virðist vera sama - a.m.k. þeim sem fara með þennan málaflokk hjá ríkinu.
Framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar hafa verið á hold alltof lengi, vegna þess að verktakinn sem stóð að þeim fór á hausinn. Formsatriði hjá ríkinu valda því að framkvæmdirnar hafa ekki hreyfst í það minnsta frá því vel fyrir jól, en nú gengur þetta ekki lengur. Það þarf að ljúka tvöföldun brautarinnar strax, áður en fleiri slys eiga sér stað. Það skiptir meira máli en formsatriði við framkvæmd annars útboðs.
Reykjanesbraut lokuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki farið að vera spurning um að keyra eftir aðstæðum. Ég hef keyrt þarna um og miðað við veður núna þá ætti hámarkið að vera 30 km/klst um þessar hjáleiðir. Fólk keyrir voða mikið í botni og margir hverjir á sumardekkjum og kennir svo öllum öðrum um.
Sigurður Garðar (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:34
það er akkurat málið keira eftir aðstæðum.
Hafst1Þ (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.