Besti leikur allra tíma

Ég bar gæfu til þess í gærkvöldi að verða vitni að þessum stórkostlega leik í DHL höllinni í gær. Ég held að annað eins hafi varla nokkurn tímann sést í íþróttum á Íslandi. Fjórar framlengingar, flautukörfur, villur, þreyta, 50 stig frá einum leikmanni, hræðileg dómgæsla, geðveiki.

Spennan í húsinu var gríðarleg frá fyrstu mínútu, Keflvíkingar betri framan en svo kom KR seiglan og þetta fór í framlengingu, eina á eftir annarri. Frábær leikur hjá báðum liðum, frábær skemmtun og stórkostlegur sigur KR. Dómgæslan var slök að vanda, en maður er nánast hættur að kippa sér upp við það. Fæstir dómarar í deildinni eiga séns í að dæma bolta sem er spilaður á svona háu standard og KSÍ þarf að skoða hvað á að gera til þess að hjálpa dómörunum við að halda í við körfuboltann.

Áfram KR!


mbl.is KR sigraði eftir fjórar framlengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband