Fyrirspurn á Alþingi

Var að horfa á smá Alþingisklippu þar sem Unnur Brá Konráðsdóttir spurði 'hæstvirtan' umhverfisráðherra um merkilegt mál varðandi ræktun á byggi. Skemmst frá því að segja að átti ráðherra engin svör og var (sem fyrr og líklega síðar) sínum flokki og ríkisstjórninni til skammar.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090529T104516&horfa=1

Og fyrst maður er byrjaður á annað borð. Hvað er ríkisstjórnin að gera. Eina sem hún hefur afgerandi gert er að hækka álögur á bíla, bensín, áfengi og tóbak. Maður bíður svo spenntur eftir sykurskattinum. Ríkið blés töluvert mikið út í bólunni okkar eins og allir hinir, væri ekki nær að byrja á því að minnka örlítið þar áður en farið er að leggja auknar álögur á skattgreiðendur.

Reyndar fínt að hækka álögur á bíla og tóbak - okkur vantar enga nýja bíla og tóbak drepur (afsakið sleggjudóminn) en væri ekki nær að þessi blessaði vinstrigræni flokkur myndi fella niður innflutningsgjöld á umhverfisvæna hybrid bíla. Selja svo bílaflota ríkisins eins og hann leggur sig í rólegheitum og breyta honum í umhverfisvæna bíla. Hvað ætli ríkið eyði miklu á ári í bensín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl,

Enginn þarf að kaupa nýjan bíl og tóbak drepur - rétt. En er rétt að verðbæturnar séu reiknaðar út frá brennivíni og sígarettum? Ég segi nei og aftur nei, en staðreyndin er að lánin okkar sem eru með vístölu - þau hækka og hækka í takt við þessa hækkun eins og aðra.

ÞEtta þarf að laga - og það ekki seinna en strax!!!!

inga (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband