4.1.2010 | 10:27
Hvað er betra? Hvað hefur breyst?
Ég kveikti óvart á sjónvarpinu í gær og stórmyndin Guð blessi Ísland var í gangi. Ég veit ekki af hverju var verið að sýna hana á primetime á sunnudegi þegar sjónvarpið neitar að sýna aðrar áróðursmyndir á borð við Zeitgeist nema eftir miðnætti.
En ég sat og horfði í nokkrir mínútur á Hörð Torfason hrópa á mannfjöldann. Hörður: "Viljum við ríkisstjórnina burt!?" Mannfjöldi: "Já!" Einmitt. Eins gott að ríkisstjórnin sem var þá er farin, það hefur svo margt breyst til batnaðar eftir að VG og Samfylking tóku við. Það má eiginlega segja að endurreisninni sé lokið.
Nei. Það hefur ekkert gerst. Jú, bankarnir buðu upp á leiðréttingu á húsnæðislánum, sem dugar þó skammt fyrir marga en gerir eitthvað. Skattar af ýmsu tagi hækkuðu í boði Steingríms J. og sömuleiðis álögur á ýmsa vöruflokka. Svo samþykkti Alþingi auðvitað Icesave.
Ég er örugglega að gleyma einhverju, ekki vera feimin að benda á það - ég þigg glaður slíkar ábendingar um það sem betur má fara, svona eins og ríkisstjórnin. Ég ítreka í lokin að það er frábært hvað það hefur gengið vel hjá Samf. og VG að endurreisa Ísland.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.