Af hverju er ríkisvaldið ekki á hybrid?

Fínt framtak hjá ríkisstjórninni að hleypa af stokkunum svona umhverfisvænu verkefni (www.kolvidur.is) korteri fyrir kosningar. Veitir ekkert af því gróðursetja eins mörg tré og mögulegt er. Svo er besta fyrirtæki Íslands með í verkefninu sem er auðvitað ekki verra.

En ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna menn ganga ekki alla leið og gera hlutina almennilega. Tökum ríkisvaldið sem dæmi. Bílafloti ríkisins hlýtur að vera nokkuð stór og líklega eru fáir þeirra bíla sérstaklega umhverfisvænari en aðrir.

Það er eitt að gróðursetja tré eða setja reglur um útblástur verksmiðja en allt annað að sýna frumkvæði í verki. Það eru bílarnir í landinu sem menga langmest. Ríkið ætti því að taka næstu ár í að endurnýja bílaflota sinn með það að markmiði að allir bílar ríkisins verði umhverfisvænni "hybrid" bílar (bensín/rafmagn) innan fárra ára.

Efasemdarfólki finnst þetta líklega óraunhæft og að líklega mætti gera annað við peningana, en þetta er eina vitið. Það eru fá ríki sem standa jafnvel og okkar eigið og því hægur vandi að fjármagna verkefnið. Meira að segja ráðherrarnir sem "þurfa" að vera á bílum sem kosta minnst sjö milljónir geta fengið sé Lexus RX400h eða GS450h. Einnig eru fjölmargar tegundir hybrid bíla á leiðinni (www.hybridcars.com) svo úrvalið verður nóg.

Í framhaldi af þessu framtaki ætti svo ríkið að færa skatta og tolla á hybrid bílum til þess að gefa almenningi tækifæri á að eignast þessa bíla án þess að þurfa að fara í mikil aukaútgjöld. Reyndar hef ég þá almennu skoðun að tolllar á bílum á Íslandi séu fáránlegir og þá ætti að afnema með öllu, en líklega væri þetta ágætis byrjun.


mbl.is Umhverfisverkefninu Kolviði hleypt af stokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband