18.4.2007 | 09:10
Má ég ekki bara horfa á sjónvarpið í friði?
Hef haft aðgang að Skjánum, sjónvarpsþjónustu Símans, í svona þrjár vikur núna. Hef líklega fimm sinnum á þessum tíma lent í því að myndlykillinn nái ekki sambandi við þjónustuna. Hvað er málið? Er virkilega svona erfitt að fá þetta til að virka.
Þegar ég var yngri var þetta þannig að það var ein fjarstýring, maður notaði hana til að kveikja og slökkva á sjónvarpinu og hækka og lækka. Sjónvarpið náði alltaf "sambandi við þjónustu" og þetta var óskaplega einfalt. Ekki er svo að skilja að mig langi aftur að hafa bara eina stöð eða að mig langi ekki til þess að geta leigt vídeómynd gegnum sjónvarpið, en það væri óskandi að þjónustan virkaði.
Ekki þarf að líta lengri en vestur um haf til heimsveldis sjónvarpsins í Bandaríkjunum og finna þar ágæta lausn á málunum. Það hefur verið hægt að fá sjónvarp í gegnum kapal í USA frá árinu 1949 (http://en.wikipedia.org/wiki/Cable_television_in_the_United_States) og sjónvarpið nær alltaf sambandi þar.
Bandaríkjamenn hafa einmitt gætt sín á því að hugsa um framtíðina varðandi svona "infrastructure" hluti - t.d. vegi, byggingar og jú, sjónvörp. Við Íslendingar gætum vissulega lært margt af þeim í þessum efnum, einmitt núna til dæmis þegar fyrir liggur að tvöfalda Suðurlandsveg, sem átti auðvitað að vera tvöfaldur frá upphafi. Sömuleiðis þarf víst að tvöfalda Hvalfjarðargöngin þrátt fyrir að þau séu ekki orðin 10 ára. Íslendingar hafa lengi verið snillingar í skammsýni.
En hvað sem öðru líður, þá vil ég bara geta horft á sjónvarpið án þess að sjá "myndlykill nær ekki sambandi við þjónustu."
Athugasemdir
"Það hefur verið hægt að fá sjónvarp í gegnum kapal í USA frá árinu 1949 "
Við erum líka með þjónustu sem kallast sjónvarp í gegnum breiðband, að vísu ekki fáanlega hvar sem er - en klikkar aldrei.
Róbert (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 19:39
Hárrétt er það Róbert, breiðbandið er fínt. En eftir því sem ég komst næst hjá Símanum, þá vilja þeir frekar að þú kaupir sjónvarp um ADSL og breiðbandið er langt frá því að vera alls staðar.
Davíð Gunnarsson, 27.4.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.