Þetta er nú meiri vitleysan

Ég var næstum því búinn að kalla þessu færslu "Helvítis fokking fokk" en líklega hefði það gengið of langt. Í einfeldni minni hélt ég að Sjálfstæðismenn hefðu áhuga á endurnýjun á framboðslistum, en það var greinilega misskilningur. Sjö sitjandi þingmenn í framboði skipa sjö efstu sætin. Reyndar fylgir gott fólk sem ég studdi, Erla Ósk og Þórlindur, í næstu tveimur sætunum þar á eftir en ég hefði viljað sjá miklu meiri endurnýjun.

Á þessum tímapunkti þurfum við öflugt fólk með ferskar hugmyndir - nýtt blóð á vígvöllinn eins og það var skemmtilega orðað hjá Þórlindi og Erlu. Við þurfum ekki sama gamla liðið eða góðærisstjórnmálamennina með sömu gömlu hugmyndirnar. Þetta á ekki bara við um Sjálfstæðisflokkinn heldur við alla flokka og öll kjördæmi.

Niðurstöður flestra prófkjöranna hingað til sýna glöggt að vilji þeirra sem skráðir eru í stjórnmálaflokka er sá að mannaflinn á Alþingi haldist nánast óbreyttur. Jóhanna Sigurðardóttir fékk yfirgnæfandi stuðning í 1. sæti hjá Samfylkingunni og þakkaði hann kærlega þrátt fyrir að hafa verið í stjórnmálum í 30 ár. Þrjátíu ár. Það á enginn að vera í stjórnmálum í 30 ár. En það virðist vera að fólk sem tekur virkan þátt í stjórnmálastarfi telji reynslu af setu á Alþingi skila góðum þingmönnum.

Þetta minnir ískyggilega á sögu sem ég heyrði einu sinni um nokkra apa í búri. Það er kannski ágætis samlíking þegar öllu er á botninn hvolft.


mbl.is Illugi sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband