Vítaverð kaldhæðni

Þessi vaxtalækkun er grín - það þarf ekki að ræða það. Hún breytir nákvæmlega engu um aðstæður heimila og fyrirtækja í landinu. En þetta er auðvitað frábært fyrir "ríkisstjórnina" - búið að flæma Davíð burt, allir himinlifandi og nú getur "ríkisstjórnin" bara skýlt sér á bakvið peningastefnunefndina.

Skjaldborg um heimilin er frábært slagorð. Hins vegar hefur ríkisstjórnin ekkert gert í átt til þess að reisa hina umræddu skjaldborg. Hvers vegna tekur svona langan tíma að ákveða hvernig á að leysa vanda þeirra sem ekki ráða lengur við greiðslubyrði af fasteignalánum?  Hvenær á að koma með sannfærandi aðgerðir gegn atvinnuleysi sem felast ekki í því að búa til verkamannastörf? Hvernig á að hjálpa fyrirtækjum landsins að komast í gegnum þetta án þess að þau fari á höfuðið í hrönnum?

Á meðan "ríkisstjórn" Íslands hefur gert ekkert hafa önnur lönd verið að stíga sífellt stærri skref til þess að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum. Bandaríkjastjórn hefur lagt fyrirtækjum til tugi þúsunda milljarða og það þurfti ekki að eyða dögum og vikum í að ræða það. Menn vita að það kemur ekkert annað til greina en að gera allt til þess að halda atvinnulífinu gangandi.

Núverandi "ríkisstjórn" var greinilega svo óánægð með hina fyrri að upp úr samstarfinu slitnaði, en í tíð hennar hefur samt ennþá ekkert gerst. Það töpuðust 5.000 hálaunastörf á einu bretti í bankahruninu. Nokkur þúsund heimili ramba á barmi gjaldþrots og líklega nokkur hundruð fyrirtæki. Atvinnuleysi eykst stöðugt, hraðar en menn gerðu ráð fyrir og við horfum fram á samdrátt í landsframleiðslu. Hin nýja "ríkisstjórn" hefur ekkert gert nema komið með nokkur góð slagorð.

Eða jú bíddu, alveg rétt, Davíð Oddsson er ekki lengur Seðlabankastjóri.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða fíflaskapur er þetta, það er Dominique Strauss-Kahn sem ræður stýrivöxtum hér á landi. Með því að gangast undir lán AGS, þá gekkst þjóðin undir okurstýrivaxtastig AGS, svo einfalt er það!

Kalli (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: Davíð Gunnarsson

Góður punktur - ég er spenntur að sjá hvaða rök Strauss-Kahn færir fyrir lækuninni á fundinum kl. 11.

Davíð Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband