23.3.2009 | 14:24
Landið er ekki sokkið í sæ
Mér varð hugsað til þess þegar bankarnir rúlluðu í haust og menn héldu að allt væri að fara til andskotans. Þá sendi félagi minn á mig þessar línur efti T. S. Eliot:
This is the way the world ends
This is the way the world ends
This is the way the world ends
Not with a bang but a whimper.
Skemmtilegt til þess að hugsa að þrátt fyrir að manni hafi þótt þetta viðeigandi um miðjan október síðastliðinn, þá gengur lífið enn sinn vanagang og blessuð kreppan líður hjá í rólegheitum.
Athugasemdir
Ójá, það getur verið að kreppan líði hjá í rólegheitum hjá sumum, kæri frændi minn, en hjá öðrum hefur hún aldeilis sett strik í reikninginn. Nú eru margir atvinnulausir sem sáu fram á að vera með vinnu, margt fólk sem hélt sig ekki vera statt í þessum sporum á þessum tíma, þar sem að þetta var EKKI það sem við skrifuðum undir þegar við samþykktum lánin okkar..... og nota bene, ég er í vinnu og ég er EKKI með erlend lán, en er samt að blæða fyrir okkar stýrivexti, verðbólgu og gífurlega hækkun á matvælum. Í fyrra á þessum tíma, var ég búin að ákveða að eyða þremur vikum í USA á nk. sumri, ég ætlaði að ganga um Grand Canyon, sigla niður Colorado River og enda á því að heimsækja systur mína í Los Angeles. Allt þetta var totally raunhæft fyrir mig miðað við efnahag síðasta sumars, en nú er svo komið að ég er bara glöð að eiga mat ofan í mig og mína. Og er samt ekki að ná endum saman.
Svo mér finnst þetta fremur léttvægt að segja, að "kreppan bara líði hjá í rólegheitum", vegna þess að þótt hún líði hjá, þá á hún eftir að skilja eftir sig spor sem tekur okkur venjulega fólkið, fjölda, fjöldamörg ár að borga upp og koma okkur á rétt spor aftur. Og hvers á ég að gjalda, sem aldrei fjárfesti, aldrei tók áhættusöm lán, var bara að gera það sem ég þurfti til þess að koma þaki yfir höfuðið á minni litlu fjölskyldu. Ég hef oft óskað mér fleiri barna, en í dag er ég þakklát fyrir að þurfa bara að sjá fyrir einu barni. Og ég er þakklát fyrir það að ég var aldrei nógu rík til þess að spara og kaupa hlutabréf, því þannig tapaði ég engu. En ég er samt algjörlega fokked, þrátt fyrir að halda vinnunni og vera ekki með erlend lán. Er þetta svona gott???????
Lilja G. Bolladóttir, 23.3.2009 kl. 21:15
Já, það eru vissulega erfiðir tímar. Ég átti kannski ekki við að þetta væri allt saman dans á rósum heldur meira að þrátt fyrir allt myndu flestir líklega lifa af. Ég er reyndar með erlend fasteignalán, var atvinnulaus í þrjá mánuði eftir að Kaupþing fór á hliðina, er kominn í vinnu en á helmingi lægri launum. Ég átti hlutabréf sem urðu að engu, lífeyrissparnað sem helmingaðist og mun ekki einu sinni komast hálfa leið með að ná endum saman í hverjum þegar fasteignalánin affrystast í sumar.
Þetta er alls ekki svo gott, þetta er eiginlega bara mjög slæmt, bæði fyrir mig og marga aðra. Ég veit ekki hvernig þetta endar - líklega illa - en ég neita að vera nokkuð annað en bjartsýnn :)
Davíð Gunnarsson, 24.3.2009 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.