Drulla í stað ríkisstjórnar?

OK, fyrirsögnin er ekki málefnaleg, en í alvöru talað. Ég vissi svosem að 'skjaldborg um heimilin' væri lítið annað en lélegt slagorð, sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ekkert gert í málefnum heimilanna annað en sjálfsagða hluti. En að hækka útgjöld heimilanna, þannig að kostnaður þeirra aukist ekki bara beint heldur hefur þetta líka þau áhrif að fasteignalán hækka er algjörlega ótrúlegt.

Það er magnað að fjárlagahallinn sé það sem er efst í huga ríkisstjórnarinnar þegar fyrirtæki fara á hausinn unnvörpum, atvinnuleysi eykst og vandi heimilanna verður sífellt meiri. Það þarf að þora að stíga stærri skref en þessi ríkisstjórn getur. Hún virðist ekki þora að hrófla við neinu á drastískan hátt.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í gær í skýrslu að stýrivextir yrðu að vera háir áfram. Einmitt. Það þýðir að fleiri fyrirtæki fara á hausinn, það verður áfram dýrt að skulda yfirdrátt og önnur styttri óverðtryggð lán og ríkisstjórnin ætlar greinilega bara að segja já og amen.

Þetta var ríkisstjórnin sem átti að bjarga öllu. Þúsundir manna hópuðust á Austurvöll til að koma Sjálfstæðisflokknum frá og Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkurinn. Samfylkingin heldur að ESB sé svarið, en þar er allt í molum líka og við erum eina landið í heiminum sem vill gjarnan fá  að taka þátt í því rugli.

Hvenær byrja mótmælin á Austurvelli aftur?


mbl.is Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband