Úr öskunni í eldinn

Steingrímur komst á botninn með Icesave málinu, en er nú byrjaður að grafa. Þetta er einhver sú allra heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt - líklega sem um getur - fyrir utan það að ganga í ESB kannski. Útgjöld upp á 70 - 80 milljónir árlega og þrír til fimm starfsmenn. Á fimm árum ætlar Steingrímur að eyða í þessa algjörlega tilgangslausu stofnun 350 - 400 milljónum, svona rétt á meðan hann sparkar í aldraða og öryrkja og eykur útgjöld allra heimila í landinu.

Eins og áður hefur komið fram hér hélt ég að Steingrímur væri maður með viti - í það minnsta virtist hann vera það meðan hann sat í stjórnarandstöðu. En hann sýnir það nú hvað eftir annað að þar átti hann heima. Ríkisstofnun sem er ætlað að "stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði" er í hrópandi mótsögn við sjálfa sig. Það er einmitt markaðurinn sjálfur sem stuðlar að og býr til samkeppnina.

Steingrímur er greinilega búinn að gleyma hagfræðinni sinni...eða nei bíddu, hann hefur ekkert til að gleyma því hann er með BS próf í jarðfræði og hefur setið á þingi í 30 ár. Í ideal heimi væri síðasti söludagur á þingmönnum og Steingrímur væri þá kominn eins og tvo áratugi fram yfir sinn.


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?

Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935) 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Davíð, hvaða hugmyndir hefur þú um tryggingu á gagnsæi, öryggi, óbilgirni og sjálfstæði bankanna á sama tíma? Auk þess að gæta þess að ekki sé um pólitíska íhlutun að ræða í daglegum störfum?

Annars er vel hægt að stuðla að samkeppni milli ríkisstofnana, með því að tryggja að þeir séu leikendur á markaði - óháð eignarhaldi.

Elfur Logadóttir, 20.6.2009 kl. 15:02

3 Smámynd: Davíð Gunnarsson

Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi ekki enn aðra ríkisstofnun, sem er augljóslega með allt of mikið budget (eða allt of lítið) til þess að tryggja öryggi og gagnsæi í bönkunum. Ríkið á bara að selja þá aftur.

En hvernig tryggir maður að ríkisstofnanir séu leikendur á markaði?

Davíð Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

með sjálfstæði :)

Elfur Logadóttir, 23.6.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband