Óskiljanleg vitleysa

Það lætur nærri að allir sérfræðingar sem skoða þetta Icesave mál séu nú sammála um að vafi leiki á því að okkur beri að greiða þessar gríðarlegu fjárhæðir sem um er að ræða. Reyndar myndi einn sérfræðingur alveg duga mér, því ef einhver getur fært rök fyrir því að þarna sé vafi er nóg.

Ég mun líklega aldrei skilja hvers vegna ríkisstjórnin vill fara þá leið að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave ef það er ekki fullkomlega hafið yfir allan vafa. Ef þetta er 50/50 mál, hvers vegna kýs þá ríkisstjórnin að velja þann kost sem kemur landi og þjóð augljóslega afar illa? Af hverju ekki að leita allra leiða til þess að komast hjá því að greiða þetta?

Ég þekki rökin um að viðhalda góðum alþjóðlegum samskiptum og að við [lesist Samfylkingin] viljum ganga ESB, en það eru engin rök ef það er í raun vafi á því hvort við eigum að greiða 1000 milljarða. Okkur ber skylda til þess að láta reyna á þetta fyrir dómstólum - varla verða Bretar og Hollendingar fúlir ef við gerum það?

Nema þá einfaldlega vegna þess að þeir telji að þeir tapi slíku máli. Það er eina haldbæra skýringin á því hvers vegna þeim er svo í mun að troða þessu ofan í kokið á okkur.


mbl.is Lagalegur vafi og ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Neyðarlögin frá okt. 2008 kveða skýrt á um það að innstæður sparifjáreigenda í föllnu bönkunum þremur séu tryggðar að fullu. Þá skiptir engu máli inn í hvaða útibú spariféð var lagt, hvort það var hérlendis eða erlendis eða hverrar þjóðar sparifjáreigandinn var. Þetta var síðan undirstrikað með yfirlýsingu þáverandi Ríkisstjórnar. Ef útibú Landbankans í Hollandi og Betlandi hefðu ekki verið útibú heldur sjálfstæðir bankar þó í eigu Landsbankans væru að fullu værum við ekki í með þetta Icesave skrímsli á herðunum..

Það er ótrúlegt hvað margir Íslendingar vilja berja höfðinu við steininn og líta á Icesave málið með óraunsærri óskhyggju. Tryggingarsjóður innstæðueiganda ber sömu ábyrgð á innstæðum í útibúi Landsbankans í Amsterdam. London, Reykjavík, Þorlákshöfn, þannig mætti lengi telja. Það sem Tryggingarsjóðurinn getur ekki tryggt tryggir Ríkissjóður, það er ótvírætt. Ef Forset Íslands synjar lögunum frá 30. des. 2009 samþykktar og lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu þá eru allir samningar um Icesave úr gildi fallnir. Lögunum frá því í sumar höfnuðu Hollendingar og Bretar, við okkur blasir að þessar þjóðir eiga ekki annan kost en dómstólaleiðina.

Það getur endað með skelfingu fyrir okkur. Þar að auki mun öll okkar endurreisn stöðvast og við sitjum uppi með ísl. krónu og jafnvel hert gjaldeyrishöft, verðum sett niður í ruslflokk í alþjóðlegum viðskiptum. Þetta blasir við.

En hvers vegna dettur ekki þessum indeefence hópi ekki í hug að taka upp annað og jafn illvígt mál og gjaldþrot Seðlabankans? Hvað er það að kosta okkur Íslenskan almenning?

En auðvitað má ekki á það minnast. Í Seðlabankanum var við völd gamall foringi Sjálfstæðisflokksins. Indeefence hópurinn er augljóslega ekkert annað en deild í stjórnarandstöðunni, deild sem gömlu hrunaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, beita fyrir síg, en auðvitað koma þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hvergi fram úr sínum skúmaskotum, beita fyrir sig lægra settum flokksmönnum og nytsömum sakleysingjum.  

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.1.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband