Lækka meira og afnema verðtryggingu

Gaman að Seðlabankinn skuli lækki vexti, en sem fyrr er þetta of seint og of hægt. Fyrsta skrefið í að bjarga landanum, hvort sem á við fyrirtæki eða heimili, er að lækka vexti miklu meira og afnema verðtryggingu. Þetta skref er hægt að stíga strax en auðvitað þorir enginn og allra síst núverandi ríkisstjórn að láta slag standa.

Við erum eina siðmenntaða þjóðin sem verðtryggir skuldir og það er fráleitt vegna þess að tekjurnar og eignirnar sem við eigum iðulega á móti skuldunum eru ekki verðtryggðar. Flestar þjóðir geta 'verðbólgað' sig út úr skuldum: Yfir tíma hækka laun og verðlag, en skuldir standa í stað.

Á móti kemur áhættan að peningalegar eignir (lesist lífeyrissparnaður) 'brenni upp' yfir tíma, en þá þarf einfaldlega að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að þeir ávaxti fé sitt á annan hátt, ráði til þess hæfara starfsfólk og lækki rekstrarkostnað sinn með sameiningum. Það er skrýtið að það þurfi marga lífeyrissjóði  og mörg stéttarfélög í landi þar sem búa 300.000 manns, þegar erlend stórfyrirtæki á borð við Wal-Mart eru með 2.000.000 starfsmanna sem allir greiða í sama lífeyrissjóð og eru í sama stéttarfélagi.

Einhvern tímann heyrði ég setninguna desperate times call for desperate measures. Hún á við að tímum sem þeim sem við stöndum nú frammi fyrir þarf að taka stór skref til þess að koma hlutum í lag. Stærri skref en núverandi ríkisstjórn þorir að taka. Því miður held ég að ríkisstjórnin muni alls ekki þora að taka stórar ákvarðanir, heldur bara reyna að smálaga og bæta - sem jafngildir því að setja plástra á slagæðablæðingu.

Það þarf djarfar hugmyndir sem gang langt og myndu ekki koma til tals nema á krísutímum. Stjórnmálamenn eins og Jóhanna Sig. og Steingrímur J. sem setið hafa á Alþingi í 30 ár munu aldrei sýna neitt slíkt - þau hafa bara ekki það sem þarf.


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

já gáfulegt fyrir lántakendur að afnema verðtrygginguna núna þegar það er komin verðhjöðnun með tilheyrandi lækkun á höfuðstól lána. 

Fannar frá Rifi, 7.5.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband