Af hverju þarf á námskeið til að mega ættleiða?

Ég má eiga barn án þess að tala við kóng eða prest, en ef ég ætla að ættleiða barn þá þarf ég að fara á 75.000 kr. námskeið. Hvers vegna?
mbl.is Greiða 75 þúsund fyrir námskeiðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Á námskeiðinu er verið að fara yfir ýmis mál sem tengjast börnum er hafa alist upp á stofnunum. Það eru því miður ýmislegt sem getur hafa komið fyrir þessi börn meðan þau voru ungabörn og margt sem hægt er að laga ef vitað er hvernig bregðast á við og hvert á leita eftir aðstoð. Einnig er farið yfir ýmislegt sem þarf að huga að varðandi tengslamyndun barns sem kannski er orðið rúmlega tveggja ára þegar það kemur til foreldra sinna. Fólk sem eignast sín börn eftir lífræðilegu leiðinni þarf yfirleitt ekki að spá neitt því hvort barnið viðurkenni þau sem foreldra eða ekki en í því geta foreldrar ættleiddra barna lent og hvernig á að bregðast við slíku?

Námskeiðin eru mjög góð og tala ég þar af reynslu.

kveðja

Anna Kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 15:04

2 identicon

Tek undir það sem Anna Kristín ritar hér fyrir ofan. Auk þess þá er þetta bara hluti af þeim kröfum sem löndin sem eru að ættleiða frá sér börn gera. Þess vegna er mjög slæmt ef að ekki er hægt að halda þessi námskeið áfram því það hlýtur að þýða að það komist ekki fleiri á biðlistana hér á Íslandi.

Þessi námskeið eru mjög fræðandi og koma með allskonar vinkla á þessu ferli sem að manni var kannski ekki búið að detta í hug einu sinni og kennir fólki hvernig má leysa ýmis vandamál sem geta komið upp. Ég fór sjálf á svona námskeið og get alveg sagt að þetta sé nauðsynlegur hluti af undirbúning því það er meira en að segja það að ættleiða barn þó ég hafi ekki reynsluna því miður. En ég hef núna reynslu á að eignast eigið barn og það er tvennt ólíkt miðað við það sem ég hef upplifað með þeim sem hafa ættleitt í kringum mig.

Margrét (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 16:26

3 Smámynd: Davíð Gunnarsson

Takk fyrir þetta báðar tvær, sannarlega verðmætar athugasemdir og í raun nokkuð sem ég átti von á. Ég hef ekki reynslu af þessu sjálfur, á bara þrjú börn þar af tvö stjúpbörn. Ég er fullviss um að námskeiðið er gott og gilt og án efa nauðsynlegt, því það er eflaust margt erfitt sem þarf að takast á við. Mér finnst bara óþarfi að námskeiðið kosti 75.000 kr. því ferlið er væntanlega (aftur, ég hef enga reynslu eða þekkingu) frekar dýrt að öðru leyti, eftir því sem ég hef heyrt.

Davíð Gunnarsson, 16.4.2012 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband