16.4.2012 | 13:04
Af hverju þarf á námskeið til að mega ættleiða?
Greiða 75 þúsund fyrir námskeiðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2011 | 21:36
Hrokafull og óhæf Ólína
Ólína Þorvarðardóttir er hrokafull og á ekki að vera á Alþingi, hvað þá í ríkisstjórn. Þegar lögreglumenn álykta um að hún hafi sýnt þeim vanvirðingu, þá á hún ekki að blogga um það á hrokafullan hátt, heldur einfaldlega að biðja þá afsökunar og reyna að ná sáttum við þá hið fyrsta.
Henni virðast þó finnast mun mikilvægara að minna land og þjóð á, einu sinni sem oftar, að hún kann ekkert annað en að vera hrokafull. Hroki virðist reyndar almennt vera tónninn í ríkisstjórninni, undir forystu hennar og fjármálaráðherra.
Höfundir gat ekki orða bundist, en er jafnframt nánast orðlaus yfir framkomu Ólínu.
Undrandi á ályktun lögreglumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.8.2011 | 15:21
Hvað þýðir árangur í skattamálum?
Það kemur lítið á óvart að flokksráðfundur VG skuli vera ánægður með ríkisstjórnina. Stjórnarliðar og þeirra fylgismenn leggja öll lóð sín á vogarskálar til þess að stjórnin haldi lífi, þrátt fyrir að hún hangi saman á litlu meira en lyginni.
Ekki veit ég hvað "árangur í skattamálum" þýðir og þætti vænt um að einhver myndi upplýsa mig um það. Ef síaukin skattbyrði á sama tíma og við fáum minni þjónustu í staðinn getur kallast árangur í skattamálum, þá legg ég ekki sama skilning á orðið árangur og flokkráðsfundur VG.
Það eru fáar krónur eftir í vasa þorra landsmanna sem Steingrímur J. hefur ekki enn seilst í, en það má telja líklegt að hann haldi áfram að reyna. Stefnan í ríkisfjármálum virðist vera sú að kæfa algjörlega einkaneyslu, sem er þó einn af drifkröftum hagvaxtar.
Þegar nýir aðilar koma að rekstri fyrirtækja er oft fyrst hugsað um útgjaldahliðina til þess að finna auðveldar leiðir til að auka hagnað. Væri ekki nær að ríkið gerði það, hætti gæluverkefnum og klippti burt óþarfa vitleysu, kæmu framkvæmdum vegna vegagerðar, jarðgangna og tónlistarhúsa?
Ótvíræður árangur í skattamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2010 | 14:25
Hvenær ætlarðu að hætta?
Stjórnmálin þessa dagana minna ískyggilega á gamlan skets af fyrsta disknum sem Tvíhöfði gaf út. Jón Gnarr öskrar á Sigurjón, sem hafði laumast inn á almenningssalerni án þess að greiða: "Hvenær ætlarðu að hætta, að skíta á kostnað skattborgara!?!"
Það er viðeigandi að spyrja núverandi ráðamenn svipaðrar spurningar. Í því tilviki er þó land og þjóð postulínsskálin, við sitjum í skítnum þeirra en þurfum jafnframt að borga brúsann. Frekar harkalegt svo ekki sé meira sagt.
Núverandi ríkisstjórn komst til valda í krafti "byltingar" og ætlaði að breyta öllu og hreinsa til eftir fyrri ríkisstjórn, sem annar núverandi ríkisstjórnarflokkanna sat þó í. Skjaldborg um heimilin, gagnsæ stjórnsýsla og fleiri hressandi slagorð virðast lítið annað en orðin tóm.
Nú virðist önnur bylting í bígerð en ráðamenn kippa sér lítið upp við það. Ákærur á hendur fyrrum ráðherra leiða nánast til handalögmála á Alþingi en alltaf skulu menn bugta sig og beygja til þess að halda lífi í "vinstri" stjórninni.
Það verður að nota vinstri í gæsalöppum í þessu samhengi. Velferðarstjórnin sjálf hefur lítið gert annað en að auka á erfiðleika þeirra sem áttu erfitt fyrir og reyna að draga hina í svaðið. Ég veit ekki hvers vegna en það virðist innbyggt í jafnaðarhugtakið að allir hafi það jafnslæmt og hinir, í stað þess að hafa það jafngott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 21:11
Get ekki orða bundist
Ég var að horfa á Draumalandið í sjónvarpinu - vel gert hjá RÚV að sýna þessa mynd svona á sunnudagskvöldi. Það er eiginlega ekki hægt annað en að hrífast og þegar öll Alcoa atburðarásin eru skoðuð svona í baksýnisspeglinum þá er þetta algjörlega súrrealískt.
Ég veit að við gátum ekki vitað það þá, en hverju erum við bættari í dag með álverið fyrir austan og þessa risastóru virkjun? Kannski hefði íslenska bólan okkar aldrei sprungið með þessum svakalega hvelli og hugsanlega væri icesave ennþá bara markaðsátak hjá Landsbankanum.
Ég veit, ég veit; það er bannað að tala svona en það er ekki annað hægt. Þarna fóru stjórnmálamenn fram, þá sérstaklega Valgerður Sverrisdóttir, eins og það væri ekkert annað í stöðunni en álver. Hvernig ætli henni líði í dag að hafa skilið þetta eftir sig? Það væri sannarlega gaman að vita það en ekki vildi ég vera hún.
Kannski getum við með einhverjum hætti bætt fyrir þetta með því að koma Alcoa úr landi, hækka til þeirra raforkuverðið svo um munar og hrekja þá á brott. Líklega ekki hægt en má reyna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2010 | 09:36
Hvað er málið með að telja í útvarpi?
Ég var að hlusta á ágæta umræðu í útvarpinu í morgun á leiðinni í vinnuna. Allir hressir að spjalla og eitthvað og svo segir einn: "Já, þetta er góð leið til þess að gera þetta, tel ég." Af hverju telur fólk alltaf eitthvað en bara í útvarpinu? Það virðist vera að enginn þori að segja "ég held" og þess vegna fara menn beina leið í að segja "ég tel" sem er í raun alveg fráleitt því þetta er eins langt frá talmáli og mest má vera.
Líklega er gott að segja "ég tel" í ritmáli en í talmáli hljómar þetta bara vélrænt og asnalega. En kannski er þetta bara sjálfsagt og eðlilegt, fólk verður stressað með hljóðnema í andlitinu og dettur þá í að beita frösum sem það myndi annars aldrei nota og hljómar kannski þess vegna asnalega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 10:27
Hvað er betra? Hvað hefur breyst?
Ég kveikti óvart á sjónvarpinu í gær og stórmyndin Guð blessi Ísland var í gangi. Ég veit ekki af hverju var verið að sýna hana á primetime á sunnudegi þegar sjónvarpið neitar að sýna aðrar áróðursmyndir á borð við Zeitgeist nema eftir miðnætti.
En ég sat og horfði í nokkrir mínútur á Hörð Torfason hrópa á mannfjöldann. Hörður: "Viljum við ríkisstjórnina burt!?" Mannfjöldi: "Já!" Einmitt. Eins gott að ríkisstjórnin sem var þá er farin, það hefur svo margt breyst til batnaðar eftir að VG og Samfylking tóku við. Það má eiginlega segja að endurreisninni sé lokið.
Nei. Það hefur ekkert gerst. Jú, bankarnir buðu upp á leiðréttingu á húsnæðislánum, sem dugar þó skammt fyrir marga en gerir eitthvað. Skattar af ýmsu tagi hækkuðu í boði Steingríms J. og sömuleiðis álögur á ýmsa vöruflokka. Svo samþykkti Alþingi auðvitað Icesave.
Ég er örugglega að gleyma einhverju, ekki vera feimin að benda á það - ég þigg glaður slíkar ábendingar um það sem betur má fara, svona eins og ríkisstjórnin. Ég ítreka í lokin að það er frábært hvað það hefur gengið vel hjá Samf. og VG að endurreisa Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2009 | 11:16
Óskiljanleg vitleysa
Það lætur nærri að allir sérfræðingar sem skoða þetta Icesave mál séu nú sammála um að vafi leiki á því að okkur beri að greiða þessar gríðarlegu fjárhæðir sem um er að ræða. Reyndar myndi einn sérfræðingur alveg duga mér, því ef einhver getur fært rök fyrir því að þarna sé vafi er nóg.
Ég mun líklega aldrei skilja hvers vegna ríkisstjórnin vill fara þá leið að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave ef það er ekki fullkomlega hafið yfir allan vafa. Ef þetta er 50/50 mál, hvers vegna kýs þá ríkisstjórnin að velja þann kost sem kemur landi og þjóð augljóslega afar illa? Af hverju ekki að leita allra leiða til þess að komast hjá því að greiða þetta?
Ég þekki rökin um að viðhalda góðum alþjóðlegum samskiptum og að við [lesist Samfylkingin] viljum ganga ESB, en það eru engin rök ef það er í raun vafi á því hvort við eigum að greiða 1000 milljarða. Okkur ber skylda til þess að láta reyna á þetta fyrir dómstólum - varla verða Bretar og Hollendingar fúlir ef við gerum það?
Nema þá einfaldlega vegna þess að þeir telji að þeir tapi slíku máli. Það er eina haldbæra skýringin á því hvers vegna þeim er svo í mun að troða þessu ofan í kokið á okkur.
Lagalegur vafi og ágreiningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2009 | 10:17
Hvernig hjálpar þetta?
Ég veit að það þarf að afla fjár og ég veit að skatttekjur eru helsta tekjulind ríkisins. En ég fæ ekki séð hvernig hærri skattur bæði á tekjur og neysluvörur hjálpar til við að koma hagkerfinu aftur á fullt. Kaupmáttur hefur dregist saman undanfarið ár og nú lækka ráðstöfunartekjur allra enn frekar við hærri tekjuskatt.
Ríkið ætti auðvitað að einblína frekar á gjaldahliðina en tekjuhliðina í ríkisreikningnum og reyna að draga enn meira saman. Núverandi ráðstafanir þýða bara að það sé verið að herða beltið um einn en ekki skera niður af alvöru, leggja niður góðærisríkisstofnanir, hætta að sinna gæluverkefnum og sætta sig við þann sársauka sem af því hlýst til skamms tíma.
Þegar ráðstöfunartekjur almennings í landinu dragast saman og ríkið er að spara þá verður samdráttur í hagvexti - það er lítið annað í boði. Best væri að fjármagna halla ríkissjóðs til skamms tíma með láninu frá AGS og Norðurlöndunum. Hvenær á annars að nota þessi lán sem allt virðist snúast um og hvers vegna má ekki fjármagna halla ríkissjóðs með þeim?
Ríkisstjórnin er langt frá því að vera starfi sínu vaxin og hefur það líklega sýnt sig best í Icesave málinu. Það er bara eins gott að Alþingi hafni Icesave, því með skattahækkunum og niðurskurði er vart á vandann bætandi.
Virðisaukaskattur 25,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2009 | 12:30
Frelsið er yndislegt
Færslan hér á undan ýtti við fleirum en ég átti von á. Vissulega var titillinn til þess fallinn að vekja viðbrögð, þó frekar hjá Dönum en Íslendingum reyndar. En það er áhugavert að sjá mismálefnalegar athugasemdir frá þeim sem eru fullir reiði og í mörgum tilvikum á hún rétt á sér.
Ég hélt þó í einfeldni minni að færsla sem þessi myndi ekki vekja þessi viðbrögð sem raun ber vitni, því megininntakið í henni er í raun að það var gaman að vinna hjá Kaupþingi. Eins og ég sagði áður fór augljóslega margt úrskeiðis en það breytir því ekki að um árabil gekk rekstur bankans afar vel og um tíma nálgaðist hann jafnvel að vera óskabarn þjóðarinnar - en því virðast allir hafa gleymt.
Ég hélt líka í sömu einfeldni að það væri skoðanafrelsi á Íslandi og þá sérstaklega á netinu. Því er hins vegar ekki fyrir að fara og menn sem eru ekki sátt við viðhorfið mitt ganga sumir frekar langt í því að koma andstæðum skoðunum sínum til skila, með misskynsamlegum hætti þó. En gott og vel, ég kippi mér ekki upp við það.
Þegar fjármálakerfið á Íslandi hrundi missti ég allan lífeyrissparnaðinn minn (sem var fjárfest í hlutabréfum í Kaupþingi) auk þess sem ég tapaði þeim fáum hlutabréfum sem ég átti í bankanum og hafði keypt fyrir sparnað. Í kjölfarið missti ég svo vinnuna og vegna erlendra fasteignalána skulda ég í dag meira en mér endist ævin til að greiða upp.
Þrátt fyrir þetta sé ég fáar ástæður fyrir því að leita uppi þær örfáu jákvæðu sálir sem hugsanlega finnast á þessu landi og rakka þær niður fyrir að segja skoðun sína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)