Landsleikur allra tíma

Þessi handboltaleikur í gær var náttúrulega bara ótrúlegur - aldrei séð annað eins. Koma út úr leiknum við Úkraínu með lélegan leik og óþægilegt tap á bakinu og taka svo núverandi Evrópumeistara í kennslustund í handbolta. Maður getur aftur verið stoltur af því að vera Íslendingur, amk svona frá handboltasjónarmiði.

En þetta var víst bara fyrsta skrefið af þremur - að komast úr milliriðlunum verður auðvitað hægara sagt en gert þrátt fyrir að leikurinn í gær gefi fögur fyrirheit. Nú er bara að vona að menn láti þetta ekki stíga sér til höfuðs eða slaki á. Reyndar líklega lítil hætta á því með Alfreð Gísla við stjórnvölinn. Hann virðist hafa undraverða hæfileika til þess að mótívera menn eftir ljótt tap.

Áfram Ísland!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband