Frábær Íslandshreyfing

Datt inn í Silfrið í gærdag - líklega bara í annað skiptið á ævinni. Það er þó varla í frásögur færandi nema vegna þess að þar voru fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka í spjalli - D, S, V og Í. Vantaði næstum einhvern frá Framsóknarflokknum en sá fámenni hópur fólks getur þó samt varla kallast stjórnmálaflokkur.

En af þættinum að segja þá skaraði Ágúst Ólafur frá Samfylkingunni tvímælalaust framúr af viðmælendunum, enda afar frambærilegur stjórnmálamaður þar á ferð. Hann er einn af hópi fárra stjórnmálamanna sem hafa raunverulega eitthvað í það að vera á þingi. Hann hefur menntunina og þekkinguna, kann vel að koma fyrir sig orði og kemur vel fyrir.

Fulltrúi Íslandshreyfingarinnar, Ósk Vilhjálmsdóttir, kom einnig mjög vel fyrir og kynnti hinn nýstofnaða flokk ágætlega ásamt því að standa fyrir máli sínu varðandi ýmis málefni. Mér þykir stefna hins nýja flokks afar skynsamleg að flestu leyti - loksins kominn raunhæfur valkostur við Sjálfstæðisflokkinn.

Íslandshreyfingin virðist ætla taka öll 'góðu' málin sem flestir geta verið sammála um og setja þau í stefnuskrá sína. Velferðarmálin, umhverfismálin að sjálfsögðu og flokkurinn virðist meira að segja hafa ábyrgar skoðanir á efnahagsmálum. Það verður í það minnsta afskaplega fróðlegt og forvitnilegt að fylgjast með þessu framboði og kynna sér stefnu þeirra til hlítar.

Í raun þarf alls ekki að koma á óvart að þetta framboð fái þessi 5% í skoðanakönnun nú þegar. Þetta er nýtt og spennandi og hljómar eins og áhugaverður valkostur, öfugt við flest önnur smáframboð sem koma fram í aðdraganda kosninga. Ekki spillir að Margrét Sverrisdóttir er þarna í forystu og hún gerði greinilega hárrétt að segja skilið við Frjálslynda flokkinn.

En, afar hressandi Silfur til að byrja með - svo mætti hinn Frjálslyndi Jón Magnússon og þá slökkti ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hefurðu beðið lengi eftir "raunhæfum valkosti við Sjálfstæðisflokkinn"? ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.4.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband